Efnahagslegir mælikvarðar
Stutt lýsing
Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann, hlutfallsleg ársbreyting.

Nánari skýring
Kaupmáttur ráðstöfunartekna mælir breytingu á ráðstöfunartekjum að teknu tilliti til verðbólgu og sýnir hversu mikið af vöru og þjónustu hægt er að kaupa fyrir laun. Jákvæður kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann gefur því til kynna að hagur landsmanna hafi batnað frá fyrra ári.

Ráðstöfunartekjur heimilanna má skilgreina sem samtölu launatekna, eignatekna, tilfærslutekna, reiknaðs rekstrarafgangs vegna eigin eignarhalds, þar með talið íbúðarhúsnæðis, en að frádregnum eigna- og tilfærsluútgjöldum.

Tölur yfir vaxtatekjur af bankainnistæðum einstaklinga eru ekki að fullu sambærilegar fyrir tímabilið 1994-1999 annars vegar og 2000-2012 hins vegar. Ástæða þess er sú að tölur fyrir árin 1994-1999 eru unnar beint úr skattframtölum einstaklinga en fyrir tekjuárið 2008 var í fyrsta sinn lögð sú skylda á fjármálastofnanir að veita skattyfirvöldum upplýsingar um innistæður og vaxtatekjur. Með hliðsjón af tölum fyrir árið 2008 hefur verið unnið nýtt mat á vaxtatekjum af bankainnistæðum út frá upplýsingum um innheimtan fjármagnstekjuskatt af vaxtatekjum yfir tímabilið 2000-2007.

Um tölurnar
Hagstofa Íslands birtir tekjuskiptingaruppgjör þar sem litið er á fimm megingeira hagkerfisins, þ.m.t. heimilin, og tekjur þeirra metnar. Tekjuskiptingaruppgjörið er mikilvægt tæki til þess að greina tekju- og útgjaldastreymi á milli efnahagsgeira innan hagkerfisins og samband innlendra efnahagsgeira við útlönd. Nota má uppgjörið við greiningar á framleiðslu, dreifingu tekna og tekjuflæði á milli geira.

Tekjuskiptingaruppgjör er ein af þremur aðferðum sem beitt er við gerð þjóðhagsreikninga. Hagstofa Íslands birtir opinberar tölur um þjóðhagsreikninga og eru þeir notaðir við hvers konar mat á hagþróun til skamms eða langs tíma.

Eining
Hlutfall í %.

Nánari upplýsingar
Hér eru einungis birtar lykilupplýsingar um kaupmátt ráðstöfunartekna.
Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands: “Tekjuskiptingaruppgjör”
Lýsigögn með nánari upplýsingum um tölfræðina má finna hér.
Stutt lýsing
Skuldir heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum og hreinni eign.

Nánari skýring
Ráðstöfunartekjur eru heildartekjur að frádregnum sköttum. Eignir teljast sem allar eignir fjölskyldu, þar með talið fasteignir, ökutæki, innistæður í bönkum og verðbréf. Verðmæti fasteigna miðast við fasteignamat og hlutabréf eru á nafnvirði.

Hagstofan birtir árlega talnaefni um eigna- og skuldastöðu samkvæmt skattframtölum. Talnaefnið nær yfir tímabilið 1997-2019 og er samanburðarhæft hvað varðar úrvinnslu gagna en vakin er athygli á að forskráning gagna skattframtala hefur aukið upplýsingagæði þeirra hin síðari ár sem getur torveldað samanburð við eldri gögn. Við samanburð á samtölum á milli ára ber að hafa í huga að skattgreiðendum hefur fjölgað og eru fjárhæðir í frétt og talnaefni á verðlagi hvers árs.

Niðurstöður um eigna- og skuldastöðu byggja á fjölskyldueiningu sem er mynduð af samsköttuðum einstaklingum og börnum undir 16 ára aldri skráð á þeirra lögheimili. Vakin er athygli á því að ungir framteljendur eru skráðir sem einstaklingar frá sextán ára aldri og þurfa að telja fram sem einstaklingar þó þeir búi enn í foreldrahúsum. Fjölskyldueining skiptist þannig í einstaklinga, einstæða foreldra með börn undir 16 ára aldri skráð á þeirra lögheimili, hjón eða samskattað sambúðarfólk án barna og hjón eða samskattað sambúðarfólk með börn yngri en 16 ára skráð á þeirra lögheimili.

Eining
Hlutfall í %.

Nánari upplýsingar
Hér eru einungis birtar lykilupplýsingar um skuldir heimila.
Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á vef Hagstofu Íslands:TekjurSkuldir, eignir og eiginfjárstaða einstaklinga eftir fjölskyldugerð, aldri og búsetu
Lýsigögn með nánari upplýsingum um tölfræðina má finna hér.
Stutt lýsing
Skuldastaða hins opinbera, heimila og fyrirtækja sem hlutfall af vergri landsframleiðslu (VLF).

Nánari skýring
Fjármál hins opinbera nær til þeirrar starfsemi í hagkerfinu sem er í eigu eða er stjórnað af hinu opinbera. Minni skuldsetning eykur getu hins opinbera til að styðja við velferðarkerfið, getu fyrirtækja til að stunda nýsköpun og auka fjárfestingar og eykur velsæld því heimilin hafa úr meiru að spila.

Til heildarskulda heimila teljast allar fjárhagsskuldbindingar einstaklinga, þar með talin fasteignalán, ökutækjalán, framkvæmdalán, námslán, yfirdráttarlán og kreditkortalán. Skuldir vegna kaupleiguíbúða eru ekki taldar með.

Til heildarskulda fyrirtækja teljast allar fjárhagsskuldbindingar þeirra, meðal annars innlendar og erlendar langtímaskuldir, eftirlaunaskuldbindingar, tekjuskattsskuldbindingar auk skammtímaskulda á borð við innborganir fyrir afhendingu, viðskiptaskuldir, næsta árs afborganir af langtímalánum, ógreiddur virðisaukaskattur og aðrar fyrirfram innheimtar tekjur.

Verg landsframleiðsla á mann mælir framleiðslu á vörum og þjónustu sem gengur kaupum og sölu á markaði. Mælingin tekur ekki til allra hliða hagsældar, hvorki ólaunaðrar vinnu inn á heimilum og sjálfboðaliðastarfa né til þess hvort gengið sé á náttúruna og almannagæði við framleiðsluna.

Eining
Hlutfall af VLF í %.

Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um skuldastöðu hins opinbera, heimila og fyrirtækja.
Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands:
Fjármál hins opinbera
Skuldir og eignir heimila
Afkoma fyrirtækja
Stutt lýsing
Þróun verðlags eða ársbreytingar vísitölu neysluverðs miðað við ársmeðaltal.

Nánari skýring
Vísitala neysluverðs er algengur mælikvarði á þróun verðlags. Vísitala neysluverðs er viðmiðunarkvarði milli tímabila og lítur til verðbreytinga á meðalverði vöru og þjónustu að hverju sinni. Með því að mæla árlega breytingu á verðlagi má sjá hvernig það þróast frá ári til árs. Ef verð hækkar á milli ára er talað um verðbólgu en þegar verðlækkun er á milli ára er talað um verðhjöðnun.

Um tölurnar
Hagstofa Íslands birtir vísitölu neysluverðs í lok hvers mánaðar miðað við verðlag í þeim mánuði. Í hverjum mánuði er safnað yfir 20.000 verðum á ríflega 4000 vörum og þjónustuliðum til að mæla verðlagsbreytingar. Spyrlar Hagstofunnar safna upplýsingum um verð í dagvöru- og fataverslunum en annarra upplýsinga er aflað í gegnum vefskil, með hringingum eða á vefsíðum fyrirtækja.

Tölur ársins 2020 eru bráðabirgðatölur og tölur ársins 2021 eru áætlaðar tölur.

Eining
Hlutfall í %.

Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um þróun verðlags. Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum undir “Vísitala neysluverðs” á vef Hagstofu Íslands.
Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.
Stutt lýsing
Hagvöxtur eða ársbreyting vergar landsframleiðslu (VLF).

Nánari skýring
Þegar talað er um hagvöxt er verið að vísa til breytinga á vergri landsframleiðslu á milli ára. Aukist landsframleiðsla eykst hagvöxtur en dragist framleiðslan saman mælist samdráttur. Verg landsframleiðsla á mann mælir framleiðslu á vörum og þjónustu sem gengur kaupum og sölu á markaði og gefur þannig mynd af þeirri hagsæld sem þjóðir búa við. Mælingin tekur ekki til allra hliða hagsældar, hvorki ólaunaðrar vinnu inn á heimilum og sjálfboðaliðastarfa né til þess hvort gengið sé á náttúruna og almannagæði við framleiðsluna.

Um tölurnar
Hagstofa Íslands birtir opinberar tölur um þjóðhagsreikninga og eru þeir notaðir við hvers konar mat á hagþróun til skamms eða langs tíma. Líkt og bókhald fyrirtækja greina þjóðhagsreikningar frá því hvernig til hefur tekist í rekstri þjóðarbúsins undanfarin ár, áratugi eða ársfjórðunga. Þeir eru grunnurinn sem þjóðhagsspár byggja á og gegna veigamiklu hlutverki við margs konar líkansmíði fyrir þjóðarbúskapinn í heild eða afmarkaða þætti hans.

Eining
Hlutfall í %.

Nánari upplýsingar
Hér eru einungis birtar lykilupplýsingar um hagvöxt.
Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á vef Hagstofu Íslands: “Landsframleiðsla”
Lýsigögn með nánari upplýsingum um tölfræðina má finna hér.
Stutt lýsing
Hlutfall atvinnulausra af vinnuaflinu á íslenskum vinnumarkaði eftir kyni.

Nánari skýring
Atvinnulausir teljast þeir sem voru án atvinnu í viðmiðunarviku vinnumarkaðsrannsóknar, þ.e. höfðu hvorki atvinnu né voru í vinnu (í eina klukkustund eða lengur) sem launþegi eða sjálfstætt starfandi, eru að leita að vinnu og geta hafið störf innan tveggja vikna eða hafa fengið starf sem hefst innan þriggja mánaða. Einstaklingar sem eru ekki í vinnu en eru í námi flokkast sem atvinnulausir ef þeir uppfylla skilyrðin hér að framan. Námsmenn, þar með taldir þeir sem leita námssamnings í iðngrein, teljast því aðeins atvinnulausir ef þeir hafa leitað eftir vinnu með námi eða framtíðarstarfi síðastliðnar fjórar vikur og eru tilbúnir að hefja störf innan tveggja vikna frá því könnunin var gerð.

Til vinnuafls teljast bæði þeir sem eru starfandi og atvinnulausir. Miðað er við fólk á aldrinum 16-74 ára.

Um tölurnar
Niðurstöðurnar byggja á vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Rannsóknin er hluti af samstarfi ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu um vinnumarkaðstölfræði og byggist á alþjóðlegum stöðlum og skilgreiningum. Í úrtak vinnumarkaðsrannsóknarinnar veljast af handahófi íslenskir og erlendir ríkisborgarar á aldrinum 16–74 ára sem skráðir eru í þjóðskrá og eiga lögheimili á Íslandi.

Eining
Hlutfall í %.

Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um atvinnuleysi eftir aldri. Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á vef Hagstofu Íslands:

Atvinnuleysi eftir kyni, aldri og landsvæðum 2003-2021
Árstölur
Ársfjórðungstölur

Atvinnuleysi eftir kyni og aldri 2003-2022
Mánaðartölur
Árstíðarleiðréttar mánaðartölur
Árstíðarleiðrétt leitni mánaðartalna

Lýsigögn með nánari upplýsingum um talnaefnið má finna hér.
Stutt lýsing
Skuldir heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum og hreinni eign.

Nánari skýring
Ráðstöfunartekjur eru heildartekjur að frádregnum sköttum. Eignir teljast sem allar eignir fjölskyldu, þar með talið fasteignir, ökutæki, innistæður í bönkum og verðbréf. Verðmæti fasteigna miðast við fasteignamat og hlutabréf eru á nafnvirði.

Hagstofan birtir árlega talnaefni um eigna- og skuldastöðu samkvæmt skattframtölum. Talnaefnið nær yfir tímabilið 1997-2019 og er samanburðarhæft hvað varðar úrvinnslu gagna en vakin er athygli á að forskráning gagna skattframtala hefur aukið upplýsingagæði þeirra hin síðari ár sem getur torveldað samanburð við eldri gögn. Við samanburð á samtölum á milli ára ber að hafa í huga að skattgreiðendum hefur fjölgað og eru fjárhæðir í frétt og talnaefni á verðlagi hvers árs.

Niðurstöður um eigna- og skuldastöðu byggja á fjölskyldueiningu sem er mynduð af samsköttuðum einstaklingum og börnum undir 16 ára aldri skráð á þeirra lögheimili. Vakin er athygli á því að ungir framteljendur eru skráðir sem einstaklingar frá sextán ára aldri og þurfa að telja fram sem einstaklingar þó þeir búi enn í foreldrahúsum. Fjölskyldueining skiptist þannig í einstaklinga, einstæða foreldra með börn undir 16 ára aldri skráð á þeirra lögheimili, hjón eða samskattað sambúðarfólk án barna og hjón eða samskattað sambúðarfólk með börn yngri en 16 ára skráð á þeirra lögheimili.

Eining
Hlutfall í %.

Nánari upplýsingar
Hér eru einungis birtar lykilupplýsingar um skuldir heimila.
Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á vef Hagstofu Íslands:TekjurSkuldir, eignir og eiginfjárstaða einstaklinga eftir fjölskyldugerð, aldri og búsetu
Lýsigögn með nánari upplýsingum um tölfræðina má finna hér.
Stutt lýsing
Skuldastaða hins opinbera, heimila og fyrirtækja sem hlutfall af vergri landsframleiðslu (VLF).

Nánari skýring
Fjármál hins opinbera nær til þeirrar starfsemi í hagkerfinu sem er í eigu eða er stjórnað af hinu opinbera. Minni skuldsetning eykur getu hins opinbera til að styðja við velferðarkerfið, getu fyrirtækja til að stunda nýsköpun og auka fjárfestingar og eykur velsæld því heimilin hafa úr meiru að spila.

Til heildarskulda heimila teljast allar fjárhagsskuldbindingar einstaklinga, þar með talin fasteignalán, ökutækjalán, framkvæmdalán, námslán, yfirdráttarlán og kreditkortalán. Skuldir vegna kaupleiguíbúða eru ekki taldar með.

Til heildarskulda fyrirtækja teljast allar fjárhagsskuldbindingar þeirra, meðal annars innlendar og erlendar langtímaskuldir, eftirlaunaskuldbindingar, tekjuskattsskuldbindingar auk skammtímaskulda á borð við innborganir fyrir afhendingu, viðskiptaskuldir, næsta árs afborganir af langtímalánum, ógreiddur virðisaukaskattur og aðrar fyrirfram innheimtar tekjur.

Verg landsframleiðsla á mann mælir framleiðslu á vörum og þjónustu sem gengur kaupum og sölu á markaði. Mælingin tekur ekki til allra hliða hagsældar, hvorki ólaunaðrar vinnu inn á heimilum og sjálfboðaliðastarfa né til þess hvort gengið sé á náttúruna og almannagæði við framleiðsluna.

Eining
Hlutfall af VLF í %.

Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um skuldastöðu hins opinbera, heimila og fyrirtækja.
Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands:
Fjármál hins opinbera
Skuldir og eignir heimila
Afkoma fyrirtækja
Stutt lýsing
Þróun verðlags eða ársbreytingar vísitölu neysluverðs miðað við ársmeðaltal.

Nánari skýring
Vísitala neysluverðs er algengur mælikvarði á þróun verðlags. Vísitala neysluverðs er viðmiðunarkvarði milli tímabila og lítur til verðbreytinga á meðalverði vöru og þjónustu að hverju sinni. Með því að mæla árlega breytingu á verðlagi má sjá hvernig það þróast frá ári til árs. Ef verð hækkar á milli ára er talað um verðbólgu en þegar verðlækkun er á milli ára er talað um verðhjöðnun.

Um tölurnar
Hagstofa Íslands birtir vísitölu neysluverðs í lok hvers mánaðar miðað við verðlag í þeim mánuði. Í hverjum mánuði er safnað yfir 20.000 verðum á ríflega 4000 vörum og þjónustuliðum til að mæla verðlagsbreytingar. Spyrlar Hagstofunnar safna upplýsingum um verð í dagvöru- og fataverslunum en annarra upplýsinga er aflað í gegnum vefskil, með hringingum eða á vefsíðum fyrirtækja.

Tölur ársins 2020 eru bráðabirgðatölur og tölur ársins 2021 eru áætlaðar tölur.

Eining
Hlutfall í %.

Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um þróun verðlags. Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum undir “Vísitala neysluverðs” á vef Hagstofu Íslands.
Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.
Stutt lýsing
Hlutfall heimila sem búa í húsnæði með leka, rakaskemmdir eða myglu eftir stöðu á húsnæðismarkaði.

Nánari skýring
Lélegt ástand húsnæðis er skilgreint þegar heimili eiga í vandræðum með þakleka, raka eða fúa í veggjum, gólfi eða gluggum.

Niðurstöðurnar byggja á lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Gögnum er safnað frá febrúar og fram í maí ár hvert en tekjuupplýsingar byggjast á framtalsgögnum nýliðins árs. Grunneining lífskjararannsóknarinnar er heimili fremur en einstaklingar. Úrtak rannsóknarinnar er fengið á þann hátt að einstaklingar eru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og þar með heimilið sem þeir tilheyra. Sá einstaklingur sem er valinn í úrtakið kallast valinn svarandi og veitir hann allar upplýsingar um aðstæður heimilis, sínar eigin og allra annarra heimilismeðlima.

Eining
Hlutfall í %.

Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um lélegt ástand húsnæðis. Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands.

Lélegt ástand húsnæðis og þröngbýli
Eftir tegund húsnæðis
Eftir kyni og aldriEftir kyni og menntun
Eftir kyni og tekjufimmtungum

Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.
Stutt lýsing
Hlutfall heimila með íþyngjandi húsnæðiskostnað eftir stöðu á húsnæðismarkaði.

Nánari skýring
Íþyngjandi byrði húsnæðiskostnaðar er skilgreind sem húsnæðiskostnaður sem nemur a.m.k. 40% af ráðstöfunartekjum heimilis. Eftirfarandi liðir teljast til húsnæðiskostnaðar: Húsaleiga, vaxtakostnaður og verðbætur vegna lána, viðhald, viðgerðir, bruna-, og fasteignatrygging, rafmagn, hiti og fasteignagjöld. Húsaleigubætur og vaxtabætur eru dregnar frá húsnæðiskostnaði hjá þeim sem fá slíkar bætur greiddar.

Ráðstöfunartekjur (e. disposable income) eru heildartekjur heimilisins eftir skatta að meðtöldum greiðslum úr félagslega kerfinu. Samkvæmt skilgreiningu Evrópusambandsins telst hagnaður af sölu hlutabréfa og verðbréfa ekki til ráðstöfunartekna í þessari rannsókn. Aðrar fjármagnstekjur, svo sem vaxtatekjur og arður af hlutabréfum, teljast hins vegar til ráðstöfunartekna.

Um tölurnar
Niðurstöðurnar byggja á lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Gögnum er safnað frá febrúar og fram í maí ár hvert en tekjuupplýsingar byggjast á framtalsgögnum nýliðins árs. Grunneining lífskjararannsóknarinnar er heimili fremur en einstaklingar. Úrtak rannsóknarinnar er fengið á þann hátt að einstaklingar eru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og þar með heimilið sem þeir tilheyra. Sá einstaklingur sem er valinn í úrtakið kallast valinn svarandi og veitir hann allar upplýsingar um aðstæður heimilis, sínar eigin og allra annarra heimilismeðlima.

Eining
Hlutfall í %.

Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um íþyngjandi húsnæðiskostnað. Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands.

Íþyngjandi húsnæðiskostnaður
Eftir heimilisgerðum
Eftir tekjufimmtungum
Eftir stöðu á húsnæðismarkaði
Eftir þéttbýlisstigi

Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.
Stutt lýsing
Hlutfall heimila sem skortir efnisleg gæði.

Nánari skýring
Skortur á efnislegum gæðum er mæling á bágum lífskjörum sem þróuð hefur verið af evrópsku hagstofunni Eurostat.

Notuð er samevrópska skilgreiningu á skorti á efnislegum gæðum. Heimili telst skorta efnisleg gæði ef þrennt eða meira af eftirfarandi á við:

Hefur lent í vanskilum húsnæðislána eða annarra lána vegna fjárskorts á síðastliðnum 12 mánuðum
Hefur ekki efni á að fara árlega í vikulangt frí með fjölskyldunni
Hefur ekki efni á kjöti, fiski eða sambærilegri grænmetismáltíð að minnsta kosti annan hvern dag
Getur ekki mætt óvæntum útgjöldum (sem voru að upphæð 180 þúsund krónur árið 2018)
Hefur hvorki efni á heimasíma né farsíma
Hefur ekki efni á sjónvarpstæki
Hefur ekki efni á þvottavél
Hefur ekki efni á bíl
Hefur ekki efni á að halda húsnæðinu nægjanlega heitu.

Eining
Hlutfall í %.

Nánari upplýsingar
Hér eru einungis birtar lykilupplýsingar um skort á efnis- og félagslegum gæðum. Nánari upplýsingar má finna undir “Efnislegur skortur” á vef Hagstofu Íslands.
Samanburður við önnur lönd í Evrópu eru í eftirfarandi töflu á vef Eurostat.
Stutt lýsing
Gini-stuðull (e. Gini-index) er mælikvarði á ójöfnuð tekna.

Nánari skýring
Gini-stuðullinn mælir í einni tölu milli 0 og 100 hvernig samanlagðar ráðstöfunartekjur á neyslueiningu allra einstaklinga í landinu dreifast. Hátt gildi táknar mikinn ójöfnuð en stuðullinn væri 100 ef sami einstaklingur hefði allar tekjurnar en 0 ef allir hefðu jafnar tekjur.

Um tölurnar
Niðurstöðurnar byggja á lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Gögnum er safnað frá febrúar og fram í maí ár hvert en tekjuupplýsingar byggjast á framtalsgögnum nýliðins árs. Grunneining lífskjararannsóknarinnar er heimili fremur en einstaklingar. Úrtak rannsóknarinnar er fengið á þann hátt að einstaklingar eru valdir með slembni úr þjóðskrá og þar með heimilið sem þeir tilheyra. Sá einstaklingur sem er valinn í úrtakið kallast valinn svarandi og veitir hann allar upplýsingar um aðstæður heimilis, sínar eigin og allra annarra heimilismeðlima.

Eining
Gildi frá 0 til 100.

Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykilupplýsingar um ójöfnuð tekna. Á aðalvef Hagstofunnar má sjá meira talnaefni um ójöfnuð tekna: “Tekjur”
Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.
Á vef Eurostat má sjá samanburð á ójöfnuði tekna í Evrópu: “Gini coefficient of equivalised disposable income”
Stutt lýsing
Hlutfall þeirra sem eru undir lágtekjumörkum eftir kyni.

Nánari skýring
Lágtekjuhlutfall á við þá sem hafa lágar tekjur í samanburði við aðra íbúa í landinu. Þeir sem eru undir lágtekjumörkum eru með lægri ráðstöfunartekjur á neyslueiningu en 60% af miðgildi ráðstöfunartekna á neyslueiningu í hverju landi fyrir sig.

Ráðstöfunartekjur á neyslueiningu (e. equivalised disposable income) eru skilgreindar sem ráðstöfunartekjur eftir að tillit hefur verið tekið til heimilisstærðar og þeirrar hagkvæmni í rekstri heimilisins sem fæst við það að fleiri en einn búa undir sama þaki. Einnig er gert ráð fyrir því að útgjöld vegna barna séu lægri en útgjöld vegna fullorðinna.

Um tölurnar
Niðurstöðurnar byggja á lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Gögnum er safnað frá febrúar og fram í maí ár hvert en tekjuupplýsingar byggjast á framtalsgögnum nýliðins árs. Grunneining lífskjararannsóknarinnar er heimili fremur en einstaklingar. Úrtak rannsóknarinnar er fengið á þann hátt að einstaklingar eru valdir með slembni úr þjóðskrá og þar með heimilið sem þeir tilheyra. Sá einstaklingur sem er valinn í úrtakið kallast valinn svarandi og veitir hann allar upplýsingar um aðstæður heimilis, sínar eigin og allra annarra heimilismeðlima.

Eining
Hlutfall í %.

Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um lágtekjuhlutfall. Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands.

Lágtekjuhlutfall
Eftir aldri og kyni
Eftir menntun og kyni
Eftir stöðu á húsnæðismarkaði
Eftir tegundum húsnæðis
Eftir búsetu
Eftir heimilisgerð

Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.